Ný heimasíða

Hef flutt mig um set á www.elinsig.is

Kveðja Elín Sigurðardóttir

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Samtakamáttur launafólks

Í dag runnu kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ og SA út. Nú er staðan þannig að lang stærstur hluti launafólks á almennum vinnumarkaði eru með lausa samninga. Enn fleiri samningar td. milli BSRB og hins opinbera renna út fljótlega ásamt fleiri samningum. En í hvaða stöðu er launafólk til að semja við vinnuveitendur um kaup og kjör?

Ég hef áhyggjur að komandi kjarasamningarviðræðum. Erfitt er að semja í kreppu þegar launafólk á að þakka fyrir að vera í vinnu í stað þess að standa í röðum eftir bótum. Ég treysti samtökum launafólks til að gera raunsæjar kröfur. Ljóst er að hækka verður lægstu launin og að hið opinbera verður að ganga lengur í að hækka skattleysismörk meira en þegar hefur verið gert. Þó er staðan þannig að í mínu félagi sem er BHM hefur staðan hreinlega versnað hjá mörgum og þar sem fjölmargir hafa tekið á sig beinar kjaraskerðingar, þetta verður að hafa í huga þegar gengið er til samninga á nýjan leik.

Ég óttast þau stöðuna í baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks og varla hægt að segja að launþegar og vinnuveitendur sitji við sama borð í árferði sem þessu.

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Um opið þjóðfélag

Ég tel mig þurfa að svara fyrir mig vegna greinar sr. Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests í neskirkju sem birtist á visir.is í dag. Þar er ég sem fulltrúi VG í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar sökuð um að starfa í anda ráðstjórnar, þröngsýni og hafta og beðin um að hugsa opið og treysta náunganum.

Ég treysti fagfólki í skólum borgarinnar fyrir því að samstarfi milli skóla og trúfélaga sé vel háttað. Ég trúi því að víðast hvar séu málin í góðum farvegi. Hinsvegar hefur skólasamfélagið, bæði kennarar og foreldrar kallað eftir skýrari viðmiðum frá borginni.

Málið á sér langa sögu eða allt til ársins 2006 þegar menntaráð skipaði starfshóp um samskipti kirkju og skóla, þar átti m.a. Biskupsstofa fulltrúa. Starfshópurinn skilaði skýrslu árið 2007 sem tillaga Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri-grænna byggir að miklu leyti á. Þó svo að séra Örn sé þeirrar skoðunar að börn verði bara „að kyngja því“ að tilheyra minnihlutahóp,  þá var starfshópurinn á annarri skoðun og taldi að „forðast ætti að skapa aðstæður þar sem börn væru fjarlægð úr hópnum“. Þessi skoðun er síðan ítrekuð í lögfræðiáliti sem unnin var fyrir Menntamálaráðneytið vegna  trúarbragðafræðslu í skólum.

Ég neita því hreinlega að ég sé að ganga erinda einhverra hagsmunahópa eða félagasamtaka við vinnslu þessarar tillögu. Ég er að vinna þetta mál eins og öll önnur mál, út frá minni sannfæringu og með mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að leiðarljósi. Ég deili einfaldlega ekki þeirri skoðun sr. Arnar Bárðar Jónssonar um að börnum beri einfaldlega að „kyngja því“ að tilheyra minnihlutahópi. Í skólum Reykjavíkur á ÖLLUM börnum að líða vel óháð trúar-og lífsskoðana þeirra eða foreldra þeirra. Það tel ég vera opið og lýðræðislegt þjóðfélag.

2 athugasemdir

Filed under Uncategorized

Aðgát skal höfð í nærveru sálar…

Ég ætla ekki að skrifa langa færslu í tilefni af viðtali við Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson í fréttatímanum í dag. Ég vil þó benda á að ég hef átt gott samstarf við fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar í mannréttindaráði við vinnslu tillögu um samskipti milli trúfélaga og skóla. Ég hef unnið af heilindum með öllum í ráðinu að góðum málum sem samrýmast stefnu VG sem og minni sannfæringu. Eftir lestur viðtalsins datt mér eftirfarandi ljóðlínur í hug;

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Þangað til næst…


Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Dauði Sjálfseignarstefnunnar!

Ég fagna þeim fréttum að stjórnvöld hyggist fjölga búsetuúrræðum á íslandi. Sjálf hef ég verið hrifin af íbúasamvinnufélögum eins og tíðkast víða í Evrópu.Það hlýtur að teljast jákvætt að geta boðið upp á öruggt og boðlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Ég hef bæði bloggað um málið og skrifað um það grein. Landsfundur Ungra- Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjavík 15-16 október sl. ályktaði einnig um málið. Læt ályktunina fylgja með hér;

Félagslegar lausnir í húsnæðismálum

Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Reykjavík 15. og 16. október 2010, vill að leitað verði fjölbreyttari leiða til að leysa þann vanda sem efnahagshrunið olli á húsnæðismarkaði hér á landi. Séreignarstefnan sem þjónar hagsmunum auðvaldsins er dauð og tími til komin að leita félagslegra lausna við vandanum.  Nú hafa skapast aðstæður sem stjórnvöld geta nýtt sér til þess að hafa frumkvæði að því autt húsnæði sé nýtt til þess að stofna íbúasamvinnufélög á félagslegum grunni þar sem almenningi er boðið öruggt og boðlegt leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði.

Greinargerð:

Íbúasamvinnufélög eru rekin víða um Evrópu á félagslegum grunni af og fyrir íbúa. Íbúar verða „hluthafar“ í félögunum og reksturinn er í þágu íbúa en ekki hluthafa á markaði. Þetta gerir það að verkum að öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði stendur fólki til boða á sanngjörnum kjörum. Félagsmálaráðuneyti , Íbúðalánasjóður, sveitarfélög og íbúasamvinnufélög þurfa að leggjast saman á eitt til að finna viðeigandi lausnir á vandanum. Húsnæði stendur autt víðsvegar um landið á meðan margir eiga ekki þak yfir höfuðið.

Færðu inn athugasemd

Filed under Uncategorized

Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn? Um samskipti trúfélaga og skóla

Fyrir mér var það fullkomlega eðlilegt að styðja tillögu meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Forveri minn í ráðinu hóf undirbúning að slíkri vinnu á síðasta kjörtímabili í kjölfar skýrslu starfshóps Menntasviðs Reykjavíkurborgar um samskipti kirkju og skóla frá árinu 2007. Það vekur hinsvegar ugg hjá mér í umræðunni hversu margir nota þau rök að „meirihluti íslenskrar þjóðar“ eða „meirihluti grunnskólabarna“ séu kristin. Fyrir mér snýst mannréttindabarátta um að tryggja réttindi minnihlutahópa í samfélaginu hvort sem það eru innflytjendur, samkynhneigðir, fatlaðir eða þeir sem aðhyllast aðra eða enga trú. Það vekur einnig hjá mér ugg hversu margir réttlæta réttindi meirihlutans með því  að það sé í lagi að skilja börn frá hópnum svo lengi sem þeim „standi annað til boða“ á meðan.

Starfshópurinn frá 2007 kom með ýmsar tillögur að stefnumótun í málaflokknum en þar kemur m.a fram að; „Forðast skuli aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar-eða lífskoðunum þeirra.“ Það er mér algjörlega óskiljanlegt að hægt sé að hafa annað en hagsmuni ALLRA barna að leiðarljósi í starfi borgarinnar. Felst ekki mismunun í því að aðskilja fáein börn frá hópnum vegna lífskoðana þeirra og/eða foreldra þeirra? Hvernig á t.d. þriggja ára gamalt barn að skilja af hverju það er skilið eftir á meðan allir félagarnir fara saman út af leikskólanum í spennandi skemmtiferð? Því ætlum við að skapa slíkar aðstæður í starfi með börnum í borginni? Það tíðkast t.d í Garðabæ að fara í kirkjuheimsóknir utan skólatíma  og hefur það skv. minni bestu vitund gengið vel.

Það ber að taka fram að tillaga mannréttindaráðs hróflar ekki við kennslu í trúarbragðafræðum í grunnskólum skv. aðalnámskrá enda á hendi menntamálaráðuneytis og ríkisvaldsins að breyta henni. Umræðan hefur einkennst af skorti á umburðarlyndi fyrir mismunandi lífsskoðunum fólks og hafa sleggjudómar fallið um að verið sé að stela jólunum frá reykvískum börnum. Ég furða mig á ofsafengnum viðbrögðum við tillögunni, sérstaklega frá fulltrúum kirkjunnar. Því er eðlilegt að maður spyrji sig í kjölfarið: Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn?

10 athugasemdir

Filed under Uncategorized

Takk fyrir samstarfið!

Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í Ungum Vinstri grænum fyrir gott samstarf í gengum árin. Ég gekk til liðs við UVG árið 2005 og sat í stjórn UVG starfsárið 2005-2006 sem meðstjórnandi. Ég gegndi síðan embætti formanns Ungra vinstri grænna í Reykavík starfsárið 2006-2007 og var jafnframt í framboði til alþingiskosninga það ár. Síðan tók ég mér hlé í tvö ár til að starfa með vinstri grænum í Reykjavík en kom aftur inn í stjórn UVG starfsárið 2009-2010. Nú hef ég setið minn síðasta landsfund sem ungliði.

Á  sama tíma og ég óska nýkjörinni stjórn til hamingju og óska þeim velfarnaðar á næsta starfsári vill ég þakka öllu samstarfsfólki mínu í UVG í genum árin. Munið að vera áfram róttæk og óhrædd við að veita okkur hinum aðhald – það er nauðsyn!

Lag dagsins; Young folks…
Pirr dagsins; að vera orðin „gömul“

Þangað til næst…

2 athugasemdir

Filed under Uncategorized